fbpx

Viðskiptaskilmálar

VIÐSKIÐTASKILMÁLAR VERKFÆRA EHF

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup þessi á vörum og/eða þjónustu úr hendi Verkfæra ehf.

Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 eða eftir atvikum lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Vara og þjónusta fellur undir þessa skilmála eftir að Verkfæri ehf. hefur fallist á pöntun viðskiptamanns með því að staðfesta hana með samningi eða öðrum formlegum hætti s.s. samþykktu tilboði, afhenda kaupanda vöru eða inna af hendi þjónustu.

Undir skilmála þessi fellur öll vara og þjónusta, sem keypt er af Verkfærum ehf. Félagið áskilur sér rétt til að breyta bæði almennum viðskiptaskilmálum og sérskilmálum án fyrirvara. Með skilmálum þessum falla eldri skilmálar úr gildi.

1. Pantanir og tilboð

Kominn er á samningur um viðskipti á milli Verkfæra ehf. og viðskiptamanns þegar viðskiptamaður hefur pantað vöru t.d. í gegnum síma eða tölvupóst, staðfest tilboð, undirritað samning eða samningsviðauka, tekið við vöru og/eða greitt fyrir vöru eða þjónustu. Að öðru leyti gilda samningalög um viðskipti aðilanna.

Gefi Verkfæri ehf. viðskiptamanni verðtilboð með fyrirfram ákveðnum gildistíma er Verkfæri ehf. óbundið af samþykki sem berst eftir þann tíma. Sé tilboð ekki með gildistíma gildir það í 15 daga frá dagsetningu þess, nema annað sé tekið fram.

2. Framsal

3.1.  Framsal á umsömdum réttindum til þriðja aðila er óheimilt og öðlast ekki gildi nema kveðið sé sérstaklega á um heimild til slíks framsals í samningi eða sérskilmálum.

3. Sérstakir samningar

4.1.  Almennir viðskiptaskilmálar þessir, ásamt samþykktu tilboði, sérstökum skilmálum auk samnings sjálfs og eftir atvikum samningsviðauka við viðskiptamann, fela að jafnaði í sér heildarsamning aðilanna um viðskiptin. Ef um er að ræða sérstakan samning við viðskiptamann, s.s. verksamning, gilda ákvæði samnings framar viðskiptaskilmálum þessum.

4. Verð, skilmálar, greiðslukjör, tilboð, afslættir o.fl.

Allt verð sem Verkfæri ehf. gefur upp er grunnverð. Verð er ýmist gefið skv. gjaldskrá félagsins á netinu eða skv. tilboði.Gjaldskrá getur breyst án fyrirvara.

Staðgreiða skal nema annað sé umsamið.

Ef um er að ræða staðgreiðsluafslátt eða magnafslátt dregst fjárhæð afsláttar frá grunnverði. Afslættir eru ekki gefnir af tilboðsverði.

Öll afgreidd vara er eign Verkfæra ehf. þar til fullnaðargreiðsla hefur átt sér stað. Greiðsla með viðskiptabréfum, greiðslukorti eða öðrum greiðslumiðli telst ekki fullnaðargreiðsla fyrr en full skil hafa verið gerð gagnvart Verkfærum ehf. Sala, framsal, veðsetning eða önnur ráðstöfun söluhlutar er óheimil án undangengins samþykkis Verkfæra ehf. á meðan félagið telst eiga eignarrétt að hlut.

Í sérstökum skilmálum og sértilboðum Verkfæra ehf. til viðskiptavina kunna að vera gerðir fyrirvarar eða sett skilyrði. Ganga þau atriði sem þar koma fram framar viðskiptaskilmálum þessum.

Eftirfarandi áskilnaður er gerður:

  • Áskilinn er réttur til verðbreytinga án fyrirvara.
  • Verkfæri ehf. áskilur sér rétt til að gera breytingar á framleiðslu sinni án fyrirvara.
  • Verkfæri ehf. ábyrgist ekki að eiga allar framleiðsluvörur sínar á lager.

5. Greiðsluskilmálar, vanskil og dráttarvextir

Viðskiptamönnum ber að greiða reikning í samræmi við þá skilmála sem á honum eru tilgreindir. Athugasemdir við útgefna reikninga skulu berast Verkfærum ehf. innan sjö daga frá útgáfudegi, að öðrum kosti telst reikningurinn réttur.

Reikningar gjaldfalla sjö dögum frá útgáfudegi. Eindagi er sama dag og gjalddagi. Séu reikningar ógreiddir á eindaga reiknast hæstu lögleyfðu dráttarvextir af reikningsskuldinni frá gjalddaga reikningsins.

Verkfærum ehf. er heimilt að stöðva afhendingu ef samið er um hana í áföngum, hafi greiðsla ekki borist vegna fyrri afhendinga. Stöðvun afhendingar er heimil fram að þeim tíma sem gjaldfallnar greiðslur hafa verið inntar af hendi eða lagðar fram tryggingar fyrir þeim sem Verkfæri ehf. metur fullnægjandi.

6. Innheimtukostnaður

Falli skuld í eindaga er vanskilagjald innheimt af viðskiptamanni. Einnig eru viðskiptamanni send innheimtubréf og innheimtuviðvörun. Kostnaður vegna þessa, er  skuldfærður á viðskiptareikning viðskiptamanns hjá Verkfærum ehf..

Vísað er til innheimtulaga nr. 95/2008 og gildandi reglugerða varðandi innheimtugjöld.

Sé skuld ekki greidd innan þeirra fresta sem viðskiptamanni eru veittir með innheimtubréfi og/eða innheimtuviðvörun hefur Verkfæri ehf.fulla heimild til að senda viðskiptaskuld í löginnheimtu án frekari fyrirvara.

7. Undirverktakar

Verkfæri ehf. áskilur sér rétt til að ráða undirverktaka til að inna af hendi allar þær skyldur sem félagið hefur tekið að sér í tengslum við selda vöru og/eða þjónustu. Flutningsaðilar vöru sem félagið útvegar fyrir kaupendur eru ekki undirverktakar félagsins. Kaupendur eru í beinu samningssambandi við slíka flutningsaðila og greiða þeim fyrir flutninginn.

8. Afhending

Afhending vöru fer fram á starfsstöð Verkfæra ehf. á umsömdum afhendingartíma nema um annað sé sérstaklega samið. Á þetta viðóháð því hvort kaupandi eða flutningsaðili taki við vörunni.

9. Sending

Kaupandi ber ávallt allan kostnað af sendingu vöru nema um annað sé sérstaklega samið.

10. Viðtökudráttur

Sé vara ekki sótt innan umsamins tíma áskilur Verkfæri ehf. sér rétt til að senda hana til kaupanda á hans kostnað eða að öðrum kosti að annast hlutinn á kostnað kaupanda með þeim hætti sem sanngjarnt er miðað við aðstæður. Getur Verkfæri ehf. krafist geymslu- og/eða umsýslugjalds úr hendi kaupanda vegna umönnunar vöru eftir umsaminn afhendingartíma.

11. Áhættuskipti

Kaupandi ber ábyrgð á vöru frá því tímamarki sem hún er honum afhent eða hún er afhent flytjanda ef um sendingu er að ræða, nema um annað sé sérstaklega samið.

12. Afhendingardráttur

Verði dráttur á afhendingu vörunnar til kaupanda vegna aðstæðna sem Verkfæri ehf. fær ekki við ráðið (forcemajeure) ber Verkfæri ehf. ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verða kann vegna afhendingardráttarins. Hið sama á við verði afhendingardráttur á vöru vegna þess að hún kemur seint eða gölluð frá erlendum birgjum.

13. Vöruskil

Vöru er einungis hægt að skila ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt.

  • Varan er í sama ástandi og við afhendingu og án sjáanlegra skemmda.
  • Ekki er búið að vinna vöruna á nokkurn hátt.
  • Innan við 15 dagar eru frá afhendingu vörunnar.
  • Varan er ekki sérpöntuð.

Við vöruskil fær kaupandi inneignarnótu frá Verkfærum ehf. fyrir andvirði vörunnar. Kostnaður af vöruskilum vegna atvika er varða kaupanda eru dregin frá inneignarfjárhæðinni. Ekki kemur til endurgreiðslu af hálfu Verkfæra ehf.við vöruskil.

Verkfæri ehf.leggur áherslu á að vara sé skoðuð af kaupanda strax við afhendingu. Vöru fæst skilað gegn endurgreiðslu ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:

  • Varan er sannanlega gölluð.
  • Skriflegar athugasemdir um galla hafa komið fram eigi síðar en sjö dögum eftir að vöruskil hafa átt sér stað.

14. Afpöntun

Kaupanda er óheimilt að afpanta vöru ef um sérpöntun er að ræða nema gegn því að greiða Verkfærum ehf. allt það tjón sem hann verður fyrir vegna afpöntunarinnar, þ.m.t. útlagðan kostnað, geymslurými o.s.frv.

15. Ábyrgð og ábyrgðartakmarkanir

Ábyrgðartími telst frá dagsetningu reiknings, eða frá dagsetningu afhendingartíma ef sá tími er sannanlega fyrir útgáfu reiknings. Sé um neytendakaup að ræða gilda reglur laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 um ábyrgðartíma vegna galla. Sé um kaup vegna atvinnustarfsemi að ræða er ábyrgðartími 12 mánuðir. Ábyrgð Verkfæra ehf. verður ekki virk nema með afhendingu ábyrgðarskírteinis (reiknings).

Ef í ljós kemur á ábyrgðartíma að vara sé haldin framleiðslu- og/eða efnisgalla hefur Verkfæri ehf. heimild til að bæta á eigin kostnað úr gallanum með öflun varahluta og/eða viðgerð. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á kostnaði við að flytja vöru til viðgerðar.

Kaupandi á engar kröfur á hendur Verkfæra ehf. vegna eiginleika hins keypta sem hann varð var við eða mátti verða var við fram að afhendingu vörunnar.

Verkfæri ehf. ber enga ábyrgð á afleiddu tjóni vegna galla eða bilunar vöru á ábyrgðartímanum. Þá ber Verkfæri ehf. ekki ábyrgð á afleiddu tjóni sem verða kann af notkun vörunnar.

Ábyrgð á seldri vöru fellur niður ef:

  • Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt.
  • Tjón verður sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða öðrum atvikum sem rakin verða til kaupanda (eða til aðila sem hann ber ábyrgð á).
  • Um eðlilegt slit vegna notkunar vöru er að ræða.
  • Viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur átt sér stað án aðkomu starfsmanna seljanda.

Notaðar vinnuvélar eru án ábyrgðar nema að skýrt sé kveðið á um annað.

Að öðru leyti en því sem að ofan greinir undanþiggur Verkfæri ehf. sig ábyrgð á seldum vörum að því marki sem lög heimila.

16. Skaðsemisábyrgð

Um skaðsemisábyrgð fer eftir lögum nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Verkfæri ehf.undanþiggur sig ábyrgð af slíku tjóni að því marki sem þau lög leyfa.

17. Annað

Eftir því sem við á gilda lög um lausafjárkaup og lög um neytendakaup um viðskipti skv. viðskiptaskilmálum þessum.

18. Lögsaga og varnarþing

Um samninga Verkfæra ehf. og viðskiptavina þess, skilmála þessa og aðra skilmála þeim tengdum fer skv. íslenskum lögum.

Komi til málaferla eða löginnheimtu vegna viðskipta Verkfæra ehf.og viðskiptamanns má reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.