fbpx
Um okkur

Verkfæri ehf var stofnað árið 2009 með þann tilgang að flytja vinnuvélar út frá Íslandi. Fljótlega varð áherslan sett á innflutning á vélum til landsins. Í dag starfar félagið í sölu og innflutningi á vélum, tækjum og búnaði fyrir bygginga- og jarðvinnuverktaka, sjávarútveg, framleiðslufyrirtæki, bæjarfélög og fleiri aðila. Félagið selur einnig vara- og fylgihluti auk ýmiskonar þjónustu.

Verkfæri ehf. Er umboðsaðili fyrir Merlo, Kobelco, Leica, Jungheinrich, Powerscreen, Terex, Evoqip, Mecalac, Qmatec o.fl. Félagið er einnig stór aðili í sölu og þjónustu á GPS búnaði fyrir jarðvinnuverktaka.

Starfsmenn Verkfæra ehf búa einnig yfir mikilli sérþekkingu í landmælingum. Allt frá einföldum hæðarmælingum upp í flóknari verk. Almennar landmælingar, aðstoð við breytingar á teikningum, útsetningar, gerð og mæling fastmerkja, magnútreikningar o.fl.

Verkfæri ehf. Flutti árið 2019 í nýtt og glæsilegt húsnæði í Tónahvarfi 3 í Kópavogi sem er 665 fermetrar.Í húsnæðinu er skrifstofuaðstaða, sýningarsalur og verkstæði. Á haustmánuðum ársins 2021 bætti félagið við sig 350 fermetra vörumóttöku og lagerrými í sama húsnæði. Húsakostur félagsins í Kópavogi er því rúmlega 1.000 fermetrar um þessar mundir.

Fyrirtækið rekur einnig verkstæði á Lækjarvöllum 2b á Akureyri auk þjónustubíla og hefur fjölmarga samstarfsaðila á landsbyggðinni fyrir verkstæðisvinnu og nær þannig að veita þjónustu í öllum landshlutum.

Árið 2024 færði Verkfæri ehf aðstöðu sína frá Tónarhvarfi 3 í kópavogi í Bugðufljót 11, Mosfellsbæ. Þar er hið fullkomna húsnæði fyrir rekstur Verkfæra ehf með meira úti plássi og betri aðstöðu fyrir verkstæði og varahluti.